Markmið þessarar rannsóknar er að kanna erfðaþætti sköpunargáfu og hugsanleg tengsl hennar við ofureinbeitingu og raskanir eins og ADHD.
Íslensk erfðagreining stendur að rannsókninni, sem hefur hlotið leyfi Vísindasiðanefndar.
Öll eldri en 18 ára geta tekið þátt, hvort sem þau telja sig vera skapandi eða ekki.
- Undirrita yfirlýsingu um samþykki með rafrænum skilríkjum, sem er skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni.
- Svara rafrænum spurningalista um sköpunargáfu, ofureinbeitingu, ADHD og fleira.
- Leysa stutt verkefni á vefnum um margbreytilega hugsun. Verkefnið felur í sér að skrifa niður ólík orð.
- Alls tekur þátttaka í rannsókninni um 15-20 mínútur.
Ein tegund sköpunargáfu er margbreytileg (sundurhverf) hugsun (e. divergent thinking), sem er hæfileikinn til að finna nýstárlegar lausnir við vandamálum og hugsa út fyrir kassann. Í rannsókninni er lögð fyrir íslensk útgáfa af enska verkefninu Divergent Association Task (DAT) sem mælir sköpun í orðanotkun og margbreytilega hugsun (sjá datcreativity.com).
Í verkefninu skrifa þátttakendur ólík orð. Fjöldi stiga ræðst af því hversu óskyld orðin eru.
Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi stiga á verkefninu er í samræmi við ýmsa aðra mælikvarða á sköpunargáfu, svo sem hæfni til að finna nýja notkun fyrir algenga hluti, finna tengsl milli fjarlægra hugtaka eða leysa mismunandi tegundir munnlegra verkefna.
Hvernig er skyldleiki orða mældur?
Það er erfitt að mæla skyldleika orða á hlutlægan hátt, en við notum þá nálgun að líta til þess hversu oft orðin eru notuð saman í svipuðu samhengi. Íslenska verkefnið er byggt á útgefnu mállíkani sem þjálfað var á Íslensku risamálheildinni (Icelandic Gigaword corpus) frá 2021. Með líkaninu reiknum við fjarlægð (eða skyldleika) milli orðanna; orð eins og „köttur“ og „hundur“ eru oft notuð þétt saman og er því minni fjarlægð á milli þeirra, en orð eins og „köttur“ og „bók“ myndu vera fjarlægari. Við notum lista yfir orð úr íslenskri nútímamálsorðabók frá 2020, og því eru aðeins orð sem finnast í henni gild í prófinu.
Í verkefninu skrifa þátttakendur ólík orð. Fjöldi stiga ræðst af því hversu óskyld orðin eru.
Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi stiga á verkefninu er í samræmi við ýmsa aðra mælikvarða á sköpunargáfu, svo sem hæfni til að finna nýja notkun fyrir algenga hluti, finna tengsl milli fjarlægra hugtaka eða leysa mismunandi tegundir munnlegra verkefna.
Hvernig er skyldleiki orða mældur?
Það er erfitt að mæla skyldleika orða á hlutlægan hátt, en við notum þá nálgun að líta til þess hversu oft orðin eru notuð saman í svipuðu samhengi. Íslenska verkefnið er byggt á útgefnu mállíkani sem þjálfað var á Íslensku risamálheildinni (Icelandic Gigaword corpus) frá 2021. Með líkaninu reiknum við fjarlægð (eða skyldleika) milli orðanna; orð eins og „köttur“ og „hundur“ eru oft notuð þétt saman og er því minni fjarlægð á milli þeirra, en orð eins og „köttur“ og „bók“ myndu vera fjarlægari. Við notum lista yfir orð úr íslenskri nútímamálsorðabók frá 2020, og því eru aðeins orð sem finnast í henni gild í prófinu.
Við lok rannsóknarinnar fá þátttakendur upplýsingar um frammistöðu sína, þ.e.a.s. stigafjölda í verkefni um margbreytilega hugsun sem gefur vísbendingu um sköpunargáfu.
Áhætta samfara þátttöku í rannsókninni er ekki önnur en sú sem tengist meðferð persónuupplýsinga. Fyllsta trúnaðar verður gætt, en rannsóknaraðilar eru bundnir trúnaði og þagnarskyldu varðandi upplýsingar sem þú veitir.
Fylgt verður lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og fyrirmælum Persónuverndar vegna rannsóknanna. Engin persónuauðkenni verða sett á upplýsingar sem sendar eru Íslenskri erfðagreiningu heldur verða kennitölur dulkóðaðar. Dulkóðunarlykillinn er varðveittur af Persónuvernd.
Fylgt verður lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og fyrirmælum Persónuverndar vegna rannsóknanna. Engin persónuauðkenni verða sett á upplýsingar sem sendar eru Íslenskri erfðagreiningu heldur verða kennitölur dulkóðaðar. Dulkóðunarlykillinn er varðveittur af Persónuvernd.
Ávinningur af rannsókninni felst í aukinni þekkingu á erfðaþáttum sem liggja að baki sköpunargáfu og hugsanlegum tengslum hennar við ofureinbeitingu og raskanir eins og ADHD.
Með því að svara spurningalista rannsóknarinnar og leysa verkefni rafrænt á vef hennar samþykkir þátttakandi að nota megi gögnin í ofangreindri rannsókn með fyrirliggjandi arfgerðarupplýsingum og öðrum upplýsingum hjá ÍE, sem frá þátttakanda stafa í samræmi við leyfi Vísindasiðanefndar.
Þátttakendur heimila einnig að þeim séu sendar frekari upplýsingar um rannsóknina og boðið að koma í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna, þar sem þeir get undirritað upplýst samþykki og gefið lífsýni til erfðarannsókna, ef þess er þörf.
Samþykkið felur í sér að:
Þátttakendur heimila einnig að þeim séu sendar frekari upplýsingar um rannsóknina og boðið að koma í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna, þar sem þeir get undirritað upplýst samþykki og gefið lífsýni til erfðarannsókna, ef þess er þörf.
Samþykkið felur í sér að:
- Þátttakendur sem hafa áður tekið þátt í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og veitt víðtækt samþykki heimila að niðurstöður úr rannsókninni verði samkeyrðar við fyrirliggjandi upplýsingar um arfgerðir og heilsufar.
- Þátttakendur sem hafa EKKI tekið þátt áður í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar og veitt víðtækt samþykki heimila einungis að niðurstöður sem tengjast þessari rannsókn séu nýttar. Þessir þátttakendur heimila hins vegar að þeim sé boðið að koma í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna til að gefa lífsýni til arfgerðargreiningar. Ef þau kjósa að þiggja það mun þeim hugsanlega verða boðið að gefa lífsýni og undirrita annað upplýst samþykki.
Getir þú ekki sætt þig við eitthvað í þessum upplýsingum eða annað sem viðkemur þátttöku þinni í rannsókninni, er þér heimilt að hafna eða hætta þátttöku í henni hvenær sem er, án nokkurra skilyrða eða afleiðinga.
Þú getur hætt í rannsókninni hvenær sem er, án skýringa. Ákveðir þú að hætta verður öllum lífsýnum og upplýsingum sem hefur verið safnað frá þér vegna þessarar rannsóknar eytt og rannsakendum gert ókleift að rekja dulkóða til þín.
Efni sem hefur verið unnið úr lífsýnum og er orðið hluti af niðurstöðum (s.s. sameindir eða sameindabútar, þ.m.t. úr DNA, RNA eða próteinum) og niðurstöðum mælinga og prófa og öðrum rannsóknargögnum sem hafa orðið til við framkvæmd rannsókna verður ekki eytt, en verða ekki notuð til frekari rannsókna. Afurðum rannsókna (s.s. vefjaræktir, frumulínur eða einangraðar sameindir) verður ekki heldur eytt en öll persónuauðkenni þeirra afmáð þannig að ekki sé hægt að rekja uppruna þeirra til þín.
Ákvörðun um að hætta í rannsókninni eða í Íslensku lífsýnasafni, skal tilkynna á sérstöku eyðublaði sem fæst hjá Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna, Turninum, Kópavogi, sími 520-2800.
Um úrsagnarferlið: sjá nánar í starfsreglum Íslensks lífsýnasafns. Starfsreglur lífsýnasafnsins má nálgast á vefsíðu Íslenskrar erfðagreiningar (www.decode.is/starfsreglur-lifsynasafns).
Þú getur hætt í rannsókninni hvenær sem er, án skýringa. Ákveðir þú að hætta verður öllum lífsýnum og upplýsingum sem hefur verið safnað frá þér vegna þessarar rannsóknar eytt og rannsakendum gert ókleift að rekja dulkóða til þín.
Efni sem hefur verið unnið úr lífsýnum og er orðið hluti af niðurstöðum (s.s. sameindir eða sameindabútar, þ.m.t. úr DNA, RNA eða próteinum) og niðurstöðum mælinga og prófa og öðrum rannsóknargögnum sem hafa orðið til við framkvæmd rannsókna verður ekki eytt, en verða ekki notuð til frekari rannsókna. Afurðum rannsókna (s.s. vefjaræktir, frumulínur eða einangraðar sameindir) verður ekki heldur eytt en öll persónuauðkenni þeirra afmáð þannig að ekki sé hægt að rekja uppruna þeirra til þín.
Ákvörðun um að hætta í rannsókninni eða í Íslensku lífsýnasafni, skal tilkynna á sérstöku eyðublaði sem fæst hjá Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna, Turninum, Kópavogi, sími 520-2800.
Um úrsagnarferlið: sjá nánar í starfsreglum Íslensks lífsýnasafns. Starfsreglur lífsýnasafnsins má nálgast á vefsíðu Íslenskrar erfðagreiningar (www.decode.is/starfsreglur-lifsynasafns).
Ábyrgðarmanneskja samskipta við þátttakendur og persónuauðkenndra gagna:
Þorsteinn Gíslason, yfirlæknir Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna
Ábyrgðarmanneskja vísindalegrar framkvæmdar rannsóknarinnar og Lífsýnasafns Íslenskrar erfðagreiningar:
Kári Stefánsson læknir, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ehf., Sturlugötu 8, 102 Reykjavík
Þorsteinn Gíslason, yfirlæknir Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna
Ábyrgðarmanneskja vísindalegrar framkvæmdar rannsóknarinnar og Lífsýnasafns Íslenskrar erfðagreiningar:
Kári Stefánsson læknir, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ehf., Sturlugötu 8, 102 Reykjavík
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um rannsóknina hjá Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna í síma 520-2800. Upplýsingar um þátttöku í vísindarannsóknum almennt má finna á vefsíðu Vísindasiðanefndar, www.vsn.is.