Hvert er markmið rannsóknarinnar?

Markmið þessarar rannsóknar er að kanna erfðaþætti sköpunargáfu og hugsanleg tengsl hennar við ofureinbeitingu og raskanir eins og ADHD.

Hvað felst í þátttöku?

Þátttaka í rannsókninni tekur um 15-20 mínútur og felur í sér að:

Rannsóknin hefur hlotið leyfi Vísindasiðanefndar. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og í samræmi við Lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, svo og fyrirmæli Persónuverndar. Rannsóknin er unnin með hjálp frá ADHD samtökunum.

Hvað er sköpunargáfa?

Margar skilgreiningar má finna á hugtakinu sköpunargáfa. Í orðabók Britannica er sköpunargáfa (e. creativity) skilgreind sem hæfni til að búa til eða skapa eitthvað nýtt, hvort sem það er ný lausn á vandamáli, ný aðferð eða nýtt listrænt verk.

Erfitt er að leggja mat á sköpunargáfu á hlutlægan hátt þar sem hún getur birst á marga vegu og er sambland ýmissa þátta.

Einn þeirra þátta, margbreytileg hugsun (e. divergent thinking), er metinn í þessari rannsókn en talið hefur verið að fólk sem er meira skapandi geti fundið upp á margbreytilegri hugmyndum.

Hvað er ofureinbeiting?

Ofureinbeiting (e. hyperfocus) er algengt einkenni ADHD. Fólk sem býr yfir ofureinbeitingu á það til að vera algjörlega niðursokkið í eitthvað og tekur þá ekki eftir því hvað tímanum líður eða hvað er að gerast í kringum það. Talið er að einstaklingar með ADHD búi yfir mikilli sköpunargáfu og því er áhugavert að skoða tengingu sköpunargáfu við einkenni ADHD eins og ofureinbeitingu.