Taktu þátt!

Íslensk erfðagreining býður þér að taka þátt í rannsókn á erfðum sköpunargáfu.
Í rannsókninni skoðum við erfðir sköpunargáfu og hugsanleg tengsl hennar við ofureinbeitingu og raskanir á borð við ADHD.

Hvað felst í þátttöku?

Þátttaka í rannsókninni tekur um 15-20 mínútur og felur í sér að svara spurningalista og leysa stutt verkefni. Eftir þátttöku er hægt að sjá endurgjöf um frammistöðu.

Get ég tekið þátt?

Öll eldri en 18 ára geta tekið þátt, hvort sem þau telja sig vera skapandi eða ekki.